Ný Cleopatra 44 til Grímseyjar

3010. Björn EA 220. Ljósmynd Trefjar 2022.

Útgerðarfélagið Heimsskautssport ehf í Grímsey fékk á dögunum afhentan nýjan Cleopatra 44 bát frá Bátasmiðjunni Trefjum í Hafnarfirði.

Heimskautssport ehf er í eigu bræðranna Sigurðar og Jóhannesar Henningssona og er Sigurður skipstjóri á bátnum.

Nýi báturinn heitir Björn EA 220 og leysir af hólmi eldri Cleopatra bát með sama nafni sem útgerðin fékk frá Trefjum árið 2005.  

Hann er 12.99 metrar á lengd, 3.8 metra breiður  og mælist 20 brúttótonn. Rými er fyrir 15 stk. 660 lítra kör í lest,

Aðalvél bátsins er af gerðinni Yanmar 6HYM 700hö tengd ZF 325IV gír. Báturinn er útbúinn siglingatækjum af gerðinni frá Sónar ehf.                                           

Báturinn er einnig útbúin með vökvadrifnum hliðarskrúfum að framan og aftan sem tengdar eru sjálfstýringu bátsins.

Báturinn er útbúinn til netaveiða og kemu rbúnaður til netaveiða frá Beiti ehf. í Vogum á Vatnsleysuströnd.

Lífbátar og annar öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking.

Í bátnum er upphituð stakkageymsla, salerni/sturta. Svefnpláss er fyrir þrjá menn.

Fullbúið eldhús ásamt borðsal er í brú með öllum nauðsynlegum búnaði, s.s. eldavél, örbylgjuofn og ísskáp.       

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s