
Nýtt skip IceTugs ehf., Argus, kom til Hafnarfjarðar í gær og tók Eiríkur Sigurðsson meðfylgjandi myndir.
Argus er 68 metra langt skip í ísklassa A1 super sem notað verður við að þjónusta starfsmenn námuvinnslufyrirtækis við störf þeirra á Grænlandi.
Eigendur Eigendur IceTugs eru bræðurnir Bragi Már og Ægir Örn Valgeirssynir sem reka einnig Skipaþjónustu Íslands.
Sagt var frá kaupunum á Argos í Fiskifréttum nýlega og lesa má fréttina hér.
Skipið var smíðað árið 1971 í skipasmíðastöðinni í Svendborg í Danmörku og er, sem fyrr segir í Super 1 ísklassa sem er næsta stig fyrir neðan ísbrjóta. Það er með tveimur B&W Alpha dísilvélum, samtals 3.480 hestöfl.
Í skipinu eru 37 káetur, tvö eldhús og tveir setustofur með hvíldaraðstöðu. Skipið var síðast í eigu Esvagt í Danmörku sem notaði það við þjónustu við danskan olíu- og gasiðnað í Norðursjó.
IceTugs er þriðji eigandi skipsins sem er í góðu ástandi enda fengið toppviðhald alveg frá upphafi.




Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution