Jogvan 1 FD 710 kom til Ólafsvíkur

IMO: 9166118. Jogvan 1 FD 710 ex Atlantic. Ljósmynd Alfons Finnsson 2022.

Frysti- og línuveiðiskipið Jogvan 1 frá Toftum í Færeyjum kom til hafnar í morgun í Ólafsvík vegna bilunar í beitningarvél. 

Alfons Finnsson tók þessa mynd þegar frændur hans létur úr höfn eftir að viðgerð lauk.

Skipið var smíðað í Solstrand Slip & Båtbyggeri AS í Noregi 1998 og hét áður Atlantic.

Það er í eigu P/F Eysturoy sem keypti skipið til Færeyja árið 2019.

Jogvan 1 er 44,85 metrar að lengd, 10,50 metra breiður og mælist 1001 BT. að stærð.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s