Kópanes SH 702

1333. Kópanes SH 702 ex Eyfell EA 540. Ljósmynd Tryggvi Sigurðsson.

Kópanes SH 702 kemur hér að landi á Rifi um árið en myndina tók Tryggvi Sigurðsson.

Báturinn hét upphaflega Fjölnir ÍS 177 og var smíðaður í Slippstöðinni á Akureyri árið 1973.

Fjölnir var smíðaður fyrir Sæbjörgu hf. á Þingeyri og var sjósettur þann 19. október 1973 ásamt Garðari II SH 164 frá Ólafsvík.

Fjölnir ÍS 177 var seldur til Keflavíkur haustið 1974 þar sem hann fékk nafnið Bergþór KE 5 og til gamans má geta þess að báturinn var aflahæsti báturinn á vetrarvertíðinni 1975. Skipstjóri Magnús Þórarinsson.

Í ágústmánuði árið 1977 kaupir Heimir hf. bátinn og nefnir Jóhann Guðnason KE 77 og rúmlega ári síðar kaupir Þorbjörn hf. bátinn til Grindavíkur og gefur honum það nafn sem hann ber á myndinni.

Sigurður Þorleifsson var yfirbyggður árið 1985 um leið og fleiri breytingar fóru fram á bátnum.

Þegar Þorbjörn hf. keypti Snæfellið nýja frá Hrísey í lok árs 1989 fór Sigurður Þorleifsson upp í og fékk nafnið Eyfell EA 540. Hann var síðan seldur í janúarmánuði 1990 vestur á Rif á Snæfellsnesi. Kaupandinn Kristján Guðmundsson hf. sem nefndi bátinn Kópanes SH 702. 

Kópanes SH 702 var selt til Írlands sumarið 1992.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s