
Hér er verið að dytta að Haferni HU 4 við bryggju á Hvammstanga en þaðan var báturinn gerður út um tíma.
Báturinn var smíðaður á Ísafirði árið 1988 og hét Jón Helgason ÁR 12. Smíðaður fyrir Fræg hf. í Þorlákshöfn sem seldi bátinn til Skagastrandar ári síðar.
Þar fékk hann nafnið Bjarni Helgason HU 109 en árið 1990 fékk báturinn það nafn sem hann ber á myndinni.
Frá árinu 1992 hefur hann borið nöfnin Kambavík SU 24, Brekey BA 236, Gunnvör ÍS 153, Una SU 3, Una GK 266 og Katrín GK 266 en það nafn ber báturinn í dag.
Báturinn er í dag 15 metra yfirbyggður línubátur gerður út af Stakkavík ehf. í Grindavík.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution