Báðir smíðaðir fyrir Breiðfirðinga

1424. Þórsnes II SH 109 – 260. Sveinbjörn Jakobsson SH 10. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2007.

Hér gefur að líta tvo báta sem smíðaðir voru á sínum tíma fyrir útgerðir við Breiðafjörð en eru hér við bryggju á Húsavík. Nánar tiltekið á Sjómannadaginn árið 2007.

Sveinbjörn Jakobsson SH 10 var smíðaður

Sveinbjörn Jakobsson SH 10 frá Ólafsvík var smíðaður fyrir Útgerðarfélagið Dverg hf. í Esbjerg í Danmörku árið 1964.

Norðursigling ehf. á Húsavík keypti bátinn haustið 2006 og gerði upp til siglinga með ferðamenn. Hann fékk nafnið Garðar og hóf siglingar sumarið 2009 og siglir enn.

Þórsnes II SH 109 var eitt þeirra raðsmíðaskipa sem Slippstöðin á Akureyri smíðaði og voru af­hent eigendum sínum á árunum 1971 til 1975. Stærð þessara skipa, var 105 – 150 brl. og var Þórsnesið, sem var fjórtánda og síðasta skipið, 143 brl. að stærð. Það var smíðað fyrir samnefnt fyrirtæki í Stykkishólmi.

Hér má lesa nánar um Þórsnes SH 109 og afdrif þess.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s