Sævík GK 257

971. Sævík GK 257 ex Aðalvík KE 95. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2003.

Þessar myndir sem nú birtast voru teknar þann 18. ágúst árið 2003 en þá kom línubáturinn Sævík GK 257 til löndunar á Húsavík.

Sævík var gerð út af Vísi hf. í Grindavík sem hafði keypt bátinn árið 1998 en þá hét hann Aðalvík KE 95.

Sævík GK, sem var 211 brúttórúmlestir að stærð, var smíðuð í Boizenburg í Þýskalandi árið 1965 og hét upphaflega Guðrún Guðleifsdóttir ÍS 102.

Annars er miðin frá félaga Hauk á Dalvík svona:

0971….Guðrún Guðleifsdóttir ÍS 25. TF-FI. IMO-nr. 6617984. Skipasmíðastöð: V. E. B. Elbe Werft. G.m.b.H. Boizenburg. 1965. 1966 = Lengd: 31,56. Breidd: 7,22. Dýpt: 3,61. Brúttó: 264. Smíðaður eftir teikningu Hjálmars R. Bárðarsonar. Mótor 1965 Lister 660 hö. Ný vél 1983 Mirrlees Blackstone 530 kw. 720 hö.

Nöfnin sem ég hef: Guðrún Guðleifsdóttir ÍS 102. – Guðrún Guðleifsdóttir ÍS 364. – Boði KE 132. – Boði GK 24. – Eldeyjar Boði GK 24. – Aðalvík KE 95. – Sævík GK 257. – Valur ÍS 82. – Guðrún Guðleifsdóttir ÍS 25. – Fram ÍS 25. Seldur í brotajárn til Belgíu júlí. 2014. 84. Kristbjörg VE 71 dró Fram með sér til Belgíu.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s