
Skuttogarinn Stálvík SI 1 er hér við bryggju á Siglufirði, sennilega vorið eða sumarið 1989.
Stálvík var fyrsti skuttogarinn sem smíðaður var á Íslandi og fór smíðin fram árið 1973 í Stálvík hf. í Garðabæ.
Togarinn var smíðaður fyrir Þormóð ramma hf. á Siglufirði og var 314 brl. að stærð. Hún var lengd árið 1986 og mældist þá 364 brl. að stærð.
Stálvík var lagt 2004 og fór til Danmerkur til niðurrifs árið 2005 en hún var alla tíð gerð út frá Siglufirði. Þess má geta að hún var blá að lit í restina eftir sameiningu Þromóðs ramma við Sæberg á Ólafsfirði.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution
Stál í var fallegt skip ásnum tíma,trúlegA vel lokað skip sem bar vott um að við kunnu vel að smíða flott og góð skip sem trúlega er liðin tíð íllu heili.
Líkar viðLíkar við