
Gefjun EA 510 kom til Húsavíkur nú um kvöldmatarleytið en báturinn er við rannsóknir á vegum Hafró.
Það er Krossi-útgerðarfélag ehf. á Patreksfirði sem á bátinn en upphaflega hét hann Blossi ÍS 225 frá Flateyri.
Blossi var smíðaður fyrir Hlunnar ehf. á Flateyri árið 2014 og fór smíðin fram hjá Seiglu á Akureyri. Báturinn er 11,80 BT að stærð.
Blossi ÍS 225 var í höfn á Flateyri þegar snjóflóð féll úr Skollahvilft þann 14. janúar 2020. Flóðið náði fram í höfnina og sökkti Blossa ásamt fimm öðrum bátum.
Á vefnum aba.is segir að bátnum hafi verið náð upp þremur vikum seinna og var lengi vel óljóst hvort við hann yrði gert eða hann yrði dæmdur ónýtur.
Hafþór Jónsson eigandi Krossa-útgerðarfélags keypti bátinn og gerði hann upp í vetur. Fékk hann þá nafnið Gefjun EA 510 og heimahöfnin Akureyri.
Birkir Bárðarson fiskifræðingur og Hafþór Jónsson skipstjóri á Gefjun..
Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution