
Þór Jónson tók þessa mynd um sl. helgi á Stokksnesgrunni en hann er skipverji á Ljósafelli SU 70 sem var þar að veiðum.
Þá sigldi hjá Bergur VE 44 sem var á austurleið en hann var smíðaður hjá Karstensens Skibsværft í Skagen í Danmörku árið 1998.
Útgerðarfélagið Bergur ehf. í Vestmannaeyjum keypt togarann hingað til lands árið 2005. Bergur er 569 brúttótonn að stærð og með 1.300 hestafla vél.
Bergur-Huginn hf., dótturfélag Síldarvinnslunnart, keypti Útgerðarfélagið Berg ehf. í Vestmannaeyjum á síðasta ári og gerir Berg út.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution