
Án BA 92 hét upphaflega Elín SI 30 og var smíðuð 1979 hjá Skipasmíðastöð Guðmundar Lárussonar á Skagaströnd.
Elín var á Siglufirði til ársins 1983 en þá fékk báturinn nafnið Hansína EA 176 og heimahöfnin Grímsey.
Árið 1986 var báturinn aftur kominn til Siglufjarðar þar sem hann bar nafnið Svanurinn SI 17 til ársins 1994. Það ár fékk hann nafnið Bára SI 6 og síðar á árinu Björn Ásgeirsson SH 223 með heimahöfn í Grundarfirði.
Árið 1995 fékk hann nafnið Boði AK 44, heimahöfn á Akranesi og 1998 fór hann aftur á Snæfellsnes undir nafninu Elís SH 149. Heimahöfn Ólafsvík.
Árið 1999 fékk báturinn nafnið Ármann SH 323, heimahöfn áfram Ólafsvík og svo var til ársins 2010 er hann fær nafnið Ingey SH 323. Heimahöfnin verður Stykkishólmur og báturinn heldur þessu nafni til ársins 2019 er hann varð Garðar II SH 154 og heimahöfnin áfram Stykkkishólmur.
Það var svo vorið 2020 sem báturinn fær stutt og laggott nafn, Án BA 92. Heimahöfnin Patreksfjörður og eigandi Grímur Barði Grétarsson.
Án er í dag 3,15 brl. að stærð gerð út til strandveiða en myndin var tekin á Patreksfirði sl. sumar.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution.