
Örn Stefánsson tók þessa mynd síðdegis í dag þegar lystisnekkjan A og flutningaskipið Samskip Hoffell mættust á Eyjafirði.
Í Fréttablaðinu í dag segir m.a svo frá snekkjunni:
Nafn snekkjunnar er A og var henni hleypt af stokkunum árið 2015. Hún er auk segls búin vél sem knýr hana áfram. Engu var til sparað við gerð skútunnar. Hún er í eigu rússneska milljarðamæringsins Andrey Melnichenko og er skráð á Bermúdaeyjum. Hún er talin stærsta seglskúta í einkaeigu sem knúin er jafnframt með mótor.
Snekkjan var afhent eiganda sínum árið 2017. Hún var smíðuð af þýsku skipasmíðastöðinni Kobiskrug í Kiel. Ytra borð hennar er hannað af Doelker + Voges, franska artitektinum Jacques Garcia og hinum fræga franski hönnuði Philippe Starck, sem einnig hannaði fleyið að innan.
Samskip-Hoffell var smíðað árið 2000 og er 4,454 GT að stærð.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution