
Þessi mynd var tekin á Dalvík í fyrradag þegar grásleppubáturinn Fanney EA 82 kom að landi eftir róður dagsins.
Fanney , sem er Skel frá Trefjum smíðuð 1991, hét upphaflega Már SH 71 og var frá Grundarfirði.
Báturinn var keyptur til Dalvíkur árið 2006 og er það Dalborg útgerð ehf. sem gerir hann út. Að því fyrirtæki stendur Sigurjón Herbertsson.
Báturinn var sleginn út að aftan árið 2005 og eftir að hann kom til Dalvíkur var skipt um stýrishús á honum.
Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution