
Grásleppubáturinn Arnþór EA 37 kemur hér að landi á Dalvík í gær en hann er gerður út af G. Ben útgerðarfélagi ehf. á Árskógssandi.
Upphaflega hét báturinn Kalli í Höfða ÞH 234 og var smíðaður hjá Trefjum árið 2000 fyrir Aðalstein Pétur Karlsson á Húsavík. Hann er af gerðinni Cleopatra 28.
Árið 2009 kaupir Sæmundur Ólason í Grímsey bátinn og nefnir hann Steina í Höfða EA 37 en Steini lést sumarið áður.
G.Ben útgerðarfélag ehf. keypti hann árið 2015 og nefndi Arnþór EA 37.
Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution