
Hér koma fleiri myndir sem teknar voru þegar hið nýja og glæsilega skip Samherja, Vilhelm Þorsteinsson EA 11, kom til Akureyrar.
Skipið lagðist að bryggju í Krossanesi og fóru skipverjar í skimun vegna Covid 19 og að henni lokinni fór skipið aftur út á Eyjafjörðinn þar sem það mund dóla til fyrramáls.
Ráðgert er að skipið komi „formlega“ til heimahafnar í fyrramálið og leggist að Togarabryggjunni klukkan 10.00.
Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution