Aldey ÞH 110 á Húsavík

1245. Aldey ÞH 110 ex Stokksey ÁR 50. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 1992.

Þessar myndir voru teknar daginn sem Aldey ÞH 110 kom í fyrsta skipti til heimahafnar á Húsavík en það var í nóvembermánuði árið 1992.

Höfði hf. keypti bátinn til rækjuveiða og var hann gerður út til ársins 1996 en þá var Aldey var seld til Skotlands.

Þar ytra fékk hún nafnið Ternacia FR 331 en útgerð hennar varði þó ekki lengi þar sem báturinn sökk.

Aldey ÞH 110 var smíðuð árið 1972 á Akureyri fyrir Hraðfrystistöð Vestmannaeyja hf. og Erling Pétursson í Vestmannaeyjum. Báturinn hét upphaflega Surtsey VE 2. Í upphafi mældist hann 105 brl. að stærð og var með MWM 765 hestafla aðalvél. 1980 var skipið yfirbyggt og mældist þá 101 brl. að stærð.  

Hraðfrystihús Stokkseyrar hf. kaupir Surtsey VE árið 1982 og nefnir Stokksey ÁR 50 og eins og áður segir fékk báturinn Aldeyjarnafnið 1992.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s