Hafrún ÍS 400

1050. Hafrún ÍS 400 ex Eldborg GK 13. Ljósmynd Jón Páll Ásgeirsson.

Hafrún ÍS 400 hét upphaflega Eldborg GK 13 og var smíðuð í Slippstöðinni á Akureyri árið 1967, fyrsta tveggja þilfara skipið sem smíðað var fyrir Íslendinga.

Eldborg GK 13, sem var 415 brl. að stærð, var smíðuð fyrir Gunnar Hermannsson og Þórð Helgason sem gerðu hana út til ársins 1978. 

Í Morgunblaðinu 9. janúar 1979 mátti lesa eftirfarandi:

Síðdegis í gær kom hingað til Bolungarvíkur rúmlega 400 lesta nótaskip sem Einar Guðfinnsson hf. hefur keypt frá Hafnarfirði. Skipið, sem áður hét Eldborg, hefur hlotið nafnið Hafrún og ber einkennisstafina ÍS 400.

Skipið fer væntanlega til loðnuveiða í kvöld. Skipstjóri verður Benedikt Ágústsson og 1. vélstjóri Eiríkur Bergsson.

Hafrún ÍS 400 var gerð út frá Bolungarvík í um fjögur ár en þann 2. mars 1983 strandaði skipið við Stigahlíð og eyðilagðist.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s