
Píla BA 76 var gerð út til strandveiða í sumar og voru þessar myndir teknar þegar báturinn kom til Patreksfjarðar úr einum róðrinum.
Píla hét upphaflega Vöttur SU 41 frá Reyðarfirði og var smíðuð í Bátasmiðju Guðmundar árið 1987.
Frá árinu 1993 til ársins 2019 hét báturinn Góa BA.
Útgerð og eigandi Byron ehf. og heimahöfn Patreksfjörður.
Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution

