
Aðalbjörg RE 5 kom til Grindavíkur í kvöld og tók Jón Steinar þessar myndir á drónann sinn.
Aðalbjörg var að veiðum suður af Eldey og var aflinn 6.5 tonn. Uppistaðan langlúra, eða um 3 tonn.
Aðalbjörg RE 5 var smíðuð hjá Vélsmiðju Seyðisfjarðar árið 1987 og lengd árið 1995. Hún er eftir það 21,99 metrar að lengd og mælist 59 brl./68 BT að stærð.
Báturinn er gerður út af Aðalbjörgu RE 5 ehf. í Reykjavík.
Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution