
Línubáturinn Háey II ÞH 275 kom til hafnar á Húsavík sl. föstudag eftir að hafa verið í skverun á Siglufirði.
Einnig var skipt um vél í bátnum sem gerður er út af GPG Seafood ehf. á Húsavík.
Háey II er af gerðinni Víkingur 1200, smíðuð hjá Bátasmiðjunni Samtak í Hafnarfirði árið 2007.
Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution