
Sæljón SU 104 frá Eskifirði er hér á rækjuslóðinni um árið en hann var gerður út af Friðþjófi hf. á Eskifirði.
Upphaflega hét báturinn Hrafn Sveinbjarnarson GK 255 og var smíðaður árið 1967 fyrir Þorbjörn hf. í Grindavík.
Hann var einn 18 báta sem smíðaðir voru í skipasmíðastöðinni V.e.b Elbewerft í Boizenburg í Austur Þýskalandi.
Hann er sá eini sem enn er í drift hérlendis, amk. til fiskveiða og heitir í dag Saxhamar SH 50.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution