
Útgerðarfélagið Eskja hf. á Eskifirði hefur selt Nesveri ehf. á Rifi línubátinn Hafdísi SU 220.
Austurfrétt greinir frá þessu og þar segir að gengið hafi verið frá kaupunum í byrjun september.
Hafdís er 18 brúttótonna, 15,5 metra langur línubátur, smíðaður árið 1999 og hét upphaflega Valur SH 322.
Báturinn hefur veitt bolfisk fyrir Eskju undanfarin ár og í Austurfrétt segir að báturinn sé seldur án aflaheimilda. Páll Snorrason, framkvæmdastjóri rekstrar- og fjármálasviðs Eskju, segir að fyrirtækið hafi undanfarin ár unnið að því að skipta út veiðiheimildum sínum í bolfiski fyrir heimildir í uppsjávartegundum til að styrkja kjarnastarfsemina á Eskifirði. Því standi ekki til að fá annan línuveiðibát í stað Hafdísar
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution.