
Breski skuttogarinn Baffin Bay M1033 sigldi út Vigoflóann í morgun og stökk ég af stað til að mynda hann þegar ég varð hans var á AIS.
Baffin Bay var smíðaður árið 1995 (1993 segja sumar skrár) og siglir undir bresku flaggi með heimahöfn í Milford Haven sem er bær í Pembrokeshire, Wales.
Togarinn er 1,871 GT að stærð, 68 metra langur og 13 metra breiður.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution.