
Skuttogarinn Ásþór RE 10 kemur hér til hafnar í Reykjavík um árið en það var Ísbjörninn hf. sem keypti hann til landsins árið 1981.
Ásþór, sem var 297 brl. að stærð, hét áður Lofottrål III og var smíðaður árið 1970 hjá A/S Storviks Mek. Verksted í Kristiansund í Noregi.
Í marsmánuði árið 1988 var Ásþór, sem þá var eftir sameiningar fyrirtækja í eigu Granda hf., seldur Þorbirninum hf. í Grindavík sem nefndi hann Gnúp GK 257.
Gnúpur var seldur úr landi sumarið 1989.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution