Netarall hafið

1084. Friðrik Sigurðsson ÁR 17 ex Jóhann Friðrik ÁR 17. Ljósmynd Sigurður Davíðsson 2022.

Netarall hófst í fyrradag og taka sex bátar þátt í verkefninu; Magnús SH í Breiðafirði, Saxhamar SH í Faxaflóa, Þórsnes SH frá Reykjanesi að Þrídröngum, Friðrik Sigurðsson ÁR frá frá Þrídröngum að Skeiðarárdjúpi, Sigurður Ólafsson SF frá Meðallandsbugt að Hvítingum og Hafborg EA fyrir norðurlandi.

Á myndinni sem Sigurður Davíðsson tók í Þorlákshöfn í dag er Friðrik Sigurðsson ÁR 17 að láta úr höfn.

Á vef Hafró segir að markmið verkefnisins sé að safna upplýsingum um lengdar- / þyngdasamsetningu, kynþroska og vöxt eftir aldri á helstu hrygningarsvæðum þorsks. Einnig til að meta árlegt magn kynþroska þorsks sem fæst í þorskanet á hrygningarstöðvum og meta breytingar í gengd hrygningarþorsks á mismunandi svæðum. Í handbók verkefnisins er hægt að nálgast nákvæma lýsingu á framkvæmd.

Um 45-60 trossur eru lagðar á hverju svæði og er þeim dreift innan svæða á helstu hrygningarslóðir þorsks. Á hverju svæði er helmingur lagður í fyrirfram ákveðna punkta, svokallaðar fastar stöðvar en hinn helmingurinn er lausar stöðvar sem skipstjórar ákveða hvar skulu lagðar.

Smellið til að fylgjast með bátum í netaralli.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s