Samningur um smíði nýs rannsóknaskips undirritaður

Tölvumynd af rannsóknarskipinu sem ætlað er að koma í stað rs. Bjarna Sæmundssonar.

Í tilefni 100 ára fullveldisafmælis Íslands samþykkti Alþingi í júní 2018 þingsályktun um að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra væri falið að hefja undirbúning að smíði hafrannsóknaskips sem ætlað er að koma í stað rs. Bjarna Sæmundssonar.

Eftir nær þriggja ára vinnu við hönnun skipsins tók við útboðsferli sem nú er lokið. Ákveðið hefur verið að ganga að tilboði skipasmíðastöðvarinnar Astilleros Armón sem staðsett er í Vigo á Spáni.

Undirritun kaupsamnings mun fara fram í húsnæði Hafrannsóknastofnunar að Fornubúðum 5 í Hafnarfirði á morgun, fimmtudaginn 31. mars 2022 kl. 16:00. Þar munu Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, og Þorsteinn Sigurðsson forstjóri Hafrannsóknastofnunar auk fulltrúa skipasmíðastöðvarinnar undirrita samninginn.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s