Fín veiðiferð Örfiriseyjar RE í Barentshafið

2170.Örfirisey RE 4 ex Polarborg 1. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2018.

Frystitogarinn Örfirisey RE er nú á Vopnafirði. Þangað kom togarinn í gær eftir veiðiferð í norsku landhelgina í Barentshafi.

Á heimasíðu Brims segir að löndun hafi hafist í gær en stefnt sé að því að togarinn fari aftur í norsku lögsöguna og hann láti úr höfn um hádegisbil á morgun. Með því að landa á Vopnafirði í stað Reykjavíkur sparast umtalsverð sigling með tilheyrandi minni olíueyðslu.

Að sögn skipstjórans, Arnars Hauks Ævarssonar, tókst að ná því aflamagni sem að var stefnt en hafa þurfti mun meira fyrir veiðunum að þessu sinni miðað við undanfarin ár. Mun minna sé af fiski en menn eiga að venjast á þessum árstíma.

,,Við vorum með um 1.110 tonn af fiski upp úr sjó og aflaverðmætið losar um 600 milljónir króna. Það, sem var áberandi að þessu sinni, var að veðrið var miklu verra en við eigum að venjast, miðað við fyrri túra. Þegar það er bræla er engin veiði á miðunum og þegar ég segi engin þá á ég við núll. Við þurftum reglulega að gera hlé á veiðum vegna brælu og undir lok veiðiferðarinnar vorum við í vari inni á Fuglafirði í fjóra sólarhringa. Við enduðum svo veiðiferðina á Fuglabanka.”

Arnar segir að stór floti rússneskra togara hafi verið að veiðum á sömu slóðum og íslensku skipin sem þarna voru.

,,Rússar eru komnir með mjög stóran og öflugan togaraflota. Þarna voru tugir rússneskra togara og mörg stór og öflug skip sem draga tvö troll samtímis. Norðmenn voru að veiða ýsu og við urðum lítið varir við norsk skip. Þrátt fyrir fjarveru þeirra var mikil þröng á miðunum og það þurfti því stundum að beita lagni til að allt gengi upp,” segir Arnar en hann segir það einnig skrýtið að allan vertíðarbrag hafi vantað.

,,Það vantar þorsk á vertíðarsvæðin. Hann virtist ekki vera genginn upp á grunnin. Við Lófót var ágæt ufsa- og ýsuveiði en þorskurinn var ekki mættur,” sagði Arnar Haukur Ævarsson í viðtali við heimasíðu Brims.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s