Nýi Christian í Grótinum

IMO 9915430. Christian í Grótinum KG 690. Ljósmynd vonin.com 2022.

Nýr Christian í Grótinum KG 690 er kominn í flota Færeyinga og er þetta einkar glæsilegt skip.

Þessi mynd var tekin þegar skipið kom til Fuglafjarðar í dag að sækja veiðarfæri hjá Vónin P/F en myndin er fengin af Fésbókarsíðu fyrirtækisins og birt með leyfi þess.

Christian í Grótinum KG 690 var smíðaður hjá Karstensens Skibsværft AS sem td. smíðaði einnig systurskipin Vilhelm Þorsteinsson EA 11 og Börk NK 122 fyrir Íslendinga.

Christian í Grótinum KG 690 er 89,35 metrar að lengd og breidd hans er 17 metrar. Hann er 5000 GT að stærð.

Skipið er í eigu samnefnds fyrirtækis og er með heimahöfn í Klaksvík.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s