Börkur NK 122

2983. Börkur NK 122. Ljósmynd Guðmundur St. Valdimarsson 2021.

Börkur NK 122 kom til heimahafnar á Neskaupstað í gær og tók Guðmundur St. Valdimarsson þessa mynd þá.

Á vef Fiskifrétta segir m.a 

Skipið er smíðað hjá skipasmíðastöðinni Karstensens Skibsværft AS þar í landi. Börkur er systurskip Vilhelms Þorsteinssonar EA sem kom til landsins í aprílbyrjun.

Nýr Börkur er smíðaður með flotvörpu- og hringnótaveiðar í huga þannig að hann er dæmigert uppsjávarveiðiskip. Hann mun leysa af hólmi skip sem ber sama nafn sem smíðað var í Tyrklandi árið 2012.

Nýi Börkur er 89 metrar að lengd, 16,6 metrar að breidd og mælt rúmlega 4.100 brúttótonn. Aðalvélar í skipinu eru tvær og kælitankar 13 talsins, alls 3.420 rúmmetrar. Í skipinu verða vistarverur fyrir 16 manns. Skipið kostar 5,7 milljarða króna heim komið.

Skip­stjór­ar á Berki verða þeir Hjörv­ar Hjálm­ars­son og Hálf­dán Hálf­dán­ar­son.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s