
Hér er Hrönn ÞH 36 á Sjómannadeginum árið 2001 sem var einmitt fyrsti Sjómannadagurinn eftir að báturinn kom í flotann.
Hrönn ÞH 36 var smíðuð hjá Trefjum árið 2000 fyrir Ingólf H. Árnason á Húsavík.
Haustið 2006 kaupa Jón Ólafur Sigfússon og Hörður Eiríksson bátinn og nefna Eika Matta ÞH 301.
Eiki Matta ÞH 301 var tekinn af skipaskrá og seldur úr landi snemma árs 2010.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution