
Hér kemur Daðey GK 77 að bryggju í Grindavík í dag og aflinn um fjögur tonn.
Jón Steinar, sem tók myndina, sagði að smá gluggi hefði myndast í dag fyrir smábátana til að skjótast út á meðan dúraði á milli lægða.
Í kvöld spáir svo aftur vaxandi með áframhaldandi brælu en ótíð hefur hamlað grindvískum smábátum frá veiðum að undanförnu.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution