
Grænlenska uppsjávarskipið Tasiilaq GR 6-41 kom í gær með 500 tonn af loðnu til Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði. Um er ræða fyrstu loðnuna sem berst til Fáskrúðasfjarðar á nýju ári.
Frá þessu segir á heimasíðu Loðnuvinnslunnar en Óðinn Magnason tók meðfylgjandi myndir.
Loðnan fer til bræðslu hjá fyrirtækinu en þar hafa staðið yfir allmiklar breytingar sem voru gerðar til að auka afköst verksmiðjunnar, enda má búast við að næg loðna komi þangað til vinnslu.


Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution