
Sigurður Lárusson SF 110 var gerður út af Mars ehf. á árunum 1994-1998. Fyrirtækið keypti bátinn, sem hét þá Vísir SF 64, af Jóni Gunnari Helgasyni, Sólveigu Eddu Bjarnadóttur og Stefáni Arngrímssyni á Hornafirði
Upphaflega hét báturinn Hafdís SU 24 og var með heimahöfn á Breiðdalsvík.
Hann var smíðaður árið 1967 fyrir Braga hf. á Breiðdalsvík og fór smíðin fram í Stálvík hf. í Garðahreppi.
Lesa má nánar um bátinn hér en hann fór af skipaskrá árið 2019. Hét þá Jóhanna ÁR 206 og fór til Danmerkur í brotajárn.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution