
Varðskipið Freyja kom til Húsavíkur í morgun og var það í fyrsta skipti sem hún kemur en skipið kom til landsins í nóvember á síðasta ári.
Freyja, sem áður hét GH Endurance, er að miklu leyti sambærilegt varðskipinu Þór hvað stærð og aðbúnað varðar en það býr til að mynda yfir mun meiri dráttar- og björgunargetu en Þór.
Freyja er 86 metra langt og 20 metra breitt, smíðað árið 2010 og hefur undanfarin ár þjónustað olíuiðnaðinn.
Heimahöfn Freyju er á Siglufirði.


Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution