
Kristrún II RE 477 liggur hér við bryggju í Reykjavík prýdd jólaljósum eins og nýja Kristrún sem ég birti mynd af á dögunum.
Fiskkaup hf. keypti skipið frá Kanada árið 2008 en þar hét það Appak og var í eigu Norðmanna.
Kristrún RE 177 áður Appak en upphaflega Stålbjørn M-49-F.
Kristrún II var smíðuð í Solstrand í Noregi 1988 en hefur verið lengd, mælist nú 47.7 metrar og 765 brúttótonn.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution