
Háey I ÞH 295, nýr línubátur GPG Seafood ehf., kom í fyrsta skipti til löndunar á Húsavík í dag og var aflinn 15-16 tonn.
Báturinn, sem er 30 BT að stærð, var smíðaður hjá Víkingbátum á Esjumelum og er af nýrri gerð báta frá þeim.
Háey I var með um 15-16 tonna afla eins og áður segir en áður hafið báturinn landað tvisvar á norðurleiðinni. Fyrst 8 tonnum á Rifi og síðan 12 tonnum á Siglufirði. Báturinn heldur aftur í róður í kvöld.
Heimahöfn Háeyjar I er Raufarhöfn og skipstjóri á henni Sævar Þór Ásgeirsson.



Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution