
Nýtt uppsjávarskip í flota Ísfélags Vestmannaeyja, Ginneton GG 203, kom til Vestmannaeyja um hádegisbil í dag
Á Fésbókarsíðu Ísfélagsins segir að strax verði hafist handa við að læra á skipið og skrá það í íslenska skipaskrá.
Skipið fær nafnið Suðurey VE 11 með skipaskrárnúmer 3016.
Stefnt er á að skipið verði klárt til veiða um áramótin. Skipstjóri verður Bjarki Kristjánsson og yfirvélstjóri Sigurður Sveinsson. Áhöfnin af Dala Rafni mun síðan færa sig yfir um jólin.
Vegna Covid reglna þá var veisluhöldum sleppt við komu skipsins.
Skipið var smíðað 2006 og er 62 metra langt og 13 metra breitt. Það mælist 1,337 BT að stærð og lestarrými þess er 1.348 rúmmetrar.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution