
Fönix KE 111 liggur hér við bryggju í Njarðvík um árið en upphaflega hét báturinn Seley SU 10.
Báturinn sem heitir Fönix ST 177 í dag var smíðaður í Noregi árið 1960. Hét eins og áður segir Seley SU 10 og var upphaflega 150 brl. að stærð með heimahöfn á Eskifirði.
Fönix var yfirbyggður árið 1986 og ný brú sett á hann. Hann hafði þá verið lengi í endurbyggingu í Dráttarbraut Keflavíkur h/f sem eignaðist hann árið 1982. Báturinn hafði skemmst mikið eftir að eldur kom upp í honum árið 1978. Þá hét hann Jón Ágúst GK 60.
Eftir endurbygginguna fékk hann nafnið Fönix KE 111.
Hefur borið nöfnin Seley SU 10, Jón Þórðarson BA 180, Guðmundur Kristján BA 80, Jón Ágúst GK 60, Jón Ágúst GK 360, Fönix KE 111, Bergvík VE 505, Krossanes SU 5, Stakkur VE 650, Surtsey VE 123, Adólf Sigurjónsson VE 182, Eykon RE 19, Adolf RE 182, Arnfríður Sigurðardóttir RE 14 og loks Fönix ST 177.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution