
Nóta- og togskipið Beitir NK 123 kom til Húsavíkur í dag og hygg ég að þetta sé stærsta fiskiskip sem lagst hefur að bryggju hér í bæ.
Skipið, sem áður hét Gitte Henning S 349 og þykir með þeim glæsilegri, var smíðað í skipasmíðastöðinni Western Baltija Shipbuilding í Litháen en kom nýtt til Danmerkur í apríl 2014.
Beitir NK 123, sem var við loðnuleit, er 86,3 metrar að lengd, 17,6 metrar að breidd og mælist 4.138 brúttótonn að stærð.
Aðalvél skipsins er af gerðinni Wärtsila 5220 KW en auk þess er í skipinu hjálparvél af Wärtsila gerð 2300 KW sem hægt er að samkeyra með aðalvél,
Síldarvinnslan keypti skipið til landsins síðla árs 2015 og fór Beitir sem þá var upp í kaupin.
Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution