Bjarni Ólafsson AK 70

2287. Bjarni Ólafsson AK 70 ex Voyager K. Ljósmynd Börkur Kjartansson.

Bjarni Ólafsson AK 70 sem hér sést var keyptur til landsins vorið 1997 og leysti af hólmi eldra skip með sama nafni.

Í 7-8 tbl. Ægis 1997 sagði m.a:

Í apríl s.l. bœttist nýtt og glœsilegt nóta- og togveiðiskip, BjarniÓlafsson AK-70, í flota Akurnesinga. Skipið var smíðað í Noregi árið 1978 hjá skipasmíðastöð Georg Eide’s Sönner og var það stærsta fiskiskip sem þá hafði verið smíðað í Noregi.

Skipið hét upphaflega M/S Libas en var selt til Írlands og var þá gefið nafnið Voyager K. Smíðanúmer er 106 og hönuður er Vik & Sandvik. Skipið er 1608 brúttórúmlestir og gengur auðveldlega 14,5 hnúta á klukkustund.

Bjarni Ólafsson kemur í stað eldra skips með sama nafni sem hefur verið selt til Þórshafnar. Það heitir nú Neptúnus ÞH361 (1504). Gamli Bjarni Ólafsson var smíðaður í Karlstad í Svíþjóð og er hann 556 rúmlestir að stœrð.

Hið nýja skip er þriðja skip Runólfs Hallfreðssonar sem ber þetta nafn. Skipstjóri er Gísli Runólfsson og yfirvélstjóri er Gunnar Már Ármannsson.

Bjarni Ólafsson AK 70 var seldur úr landi árið 2015 þegar útgerðin keypti Fiskeskjer frá Noregi í hans stað.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s