
Skuttogarinn Hrafnseyri ÍS liggur hér við bryggju í Grindavík um árið en Þorbjörn-Bakki hf. keypti hana haustið 1997 frá Húsavík þar sem hún bar nafnið Kolbeinsey ÞH 10.
Kolbeinsey ÞH 10 var smíðuð fyrir Höfða hf. á Húsavík í Slippstöðinni á Akureyri og kom hún til heimahafnar 10. maí 1981.
Hrafnseyrin, sem var 430 brúttórúmlestir að stærð, var seld Háanesi hf. á Patreksfirði árið 1998 og fékk hún nafnið Guðrún Hlín BA122.
Lesa má meira um togarann hér.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution.