Stakkavík ÁR 107

1036. Stakkavík ÁR 107 ex Stakkanes HU 121. Ljósmynd Kjartan Traustason.

Stakkavík ÁR 107 er hér við bryggju í Reykjavík um árið og gæti hafa verið að landa á Faxamarkað.

Stakkavík var einn 18 báta sem smíðaðir voru í Boizenburg fyrir Íslendinga á árunum 1964-1968. Báturinn hét upphaflega Guðbjörg ÍS 47 en Stakkavík var hans síðasta nafn eins og miðinn frá Hauki Sigtryggi sýnir:

1036….Guðbjörg ÍS 47. TF-MD. Skipasmíðastöð: Boizenburg Veb Elbewerf. Boizenburg. Austur Þýskalandi. 1967. 1982 = Lengd: 39,09. Breidd: 7,22. Dýpt: 3,61. Brúttó: 247. Smíðanúmer 442. Smíðaður eftir teikningu Hjálmars R. Bárðarsonar. Afhendur 04.1967.

Mótor 1967 Lister 660 hö. Ný vél 1975 Brons 736 kw. 1000 hö.

Guðbjörg ÍS 47. Útg: Hrönn h.f. Ísafirði. (1967 – 1974). Lárus Sveinsson SH 126. Útg: Lóndrangur h.f. Ólafsvík. (1974 – 1976). Gunnar Jónsson VE 555. Útg: Jón V. Guðjónsson o.fl. Vestm. (1976 – 1979).

Brimnes SH 257. Útg: Kristján Guðmundsson o.fl. Ólafsvík. (1979 – 1981). Gylfi BA 12. Útg: Gylfaútgerðin h.f. Patreksfirði. (1981 – 1982). Happasæll GK 225. Útg: Garðskagi h.f. Garði. (1982 – 1985). Steinanes ÍS 399. Útg: Fiskvinnslan á Bíldudal h.f. Bíldudal. (1985 – 1986). Stakkanes ÍS 848. Útg: Fiskvinnslan á Bíldudal h.f. Bíldudal. (1986 – 1987). Stakkanes HU 121. Útg: Skagstrendingur h.f. Skagaströnd. (1987 – 1990).

Stakkavík ÁR 107. Útg: Útgerðarfélagið Stakkavík h.f. Þorlákshöfn. (1990). Stakkavík ÁR 107. Útg: Bakkafiskur h.f. Eyrarbakka. (1990 – 1992). Stakkavík ÁR 107. Útg: Gjögur h.f. Grenivík. (1992). Stakkavík ÁR 107. Útg: Sædís h.f. Ólafsfirði. (1992). Talinn ónýtur tekinn af skrá 13.11.1992.

Báturinn var lengdur árið 1975 og yfirbyggður árið 1979.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s