
Flutningaskipið Ebroborg kom upp að Bökugarðinum í morgun eftir að hafa beðið síðan í gær eftir því að kompanískipið Lauwersborg færi frá.
Ebroborg er með hráefnisfarm fyrir kísilver PCC á Bakka.
Skipið 7,196 GT að stærð og var smíðað árið 2010. Lengd þess er 138 metrar og breiddin 16 metrar.
Ebroborg siglir undir hollenskum fána með heimahöfn í Delfzijl.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution.