Tímamót í lífi manns

Gísli V. Jónsson á brúarvængnum á Páli Jónssyni GK.Ljósmynd Jón Steinar Sæmundsson 2021.

Í gær sigldi Gísli V. Jónsson skipi sínu, Páli Jónssyni GK 7, í síðasta sinn til hafnar í heimahöfn í Grindavík.

Jón Steinar var með myndavélina á lofti og tók meðfylgjandi myndir af Páli Jónssyni GK 7 sem og kallinum en á síðus sína Báta og bryggjubrölt skrifaði hann;

Gísli hefur verið verið til sjós frá árinu 1966, samtals 55 ár og þar af 48 ár sem skipstjóri og Báta og bryggjubrölt var á staðnum og myndaði þennan merkis viðburð.

Skipsstjóraferill Gísla hjá Vísi hf spannar 25 ár fyrst með Frey GK, sem hann hafði átt sjálf­ur og gert út. Tók svo við Páli Jóns­syni, og fór í fyrsta túr 11. sept­em­ber 2001, þann eft­ir­minni­lega dag þegar árás­irn­ar voru gerðar á tví­bura­t­urn­ana í New York.

Á þeim 19 árum sem hann var með bát­inn fiskuðust alls um 60 þúsund tonn á hann sem er ansi gott. Á nýja Páli hef­ur líka gengið ljóm­andi vel.Gísli kveðst að þessum kafla loknum ætla snúa sér að ferðalögum og njóta lífsins, þar sem heilsan sé góð og lífskrafturinn enn til staðar.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s