Hörður Björnsson ÞH 260

264. Hörður Björnsson ÞH 260 ex Gullhólmi SH 201. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Línuskipið Hörður Björnsson ÞH 260 sést hér á myndinni að ofan við bryggju á Húsavík í dag en hann kom að landi í fyrrinótt.

Eftir löndun var hafist handa við að taka veiðarfærin frá borði en innan skamms mun nýtt skip GPG Seafood, Jökull ÞH 299, leysa þann gamla af hólmi.

Upphaflega hét skipið Þórður Jónasson, fyrst RE 350 en lengst af EA 350. Smíðaður í Noregi 1964.

GPG keypti hann frá Stykkishólmi árið 2015 en þar hét hann Gullhólmi SH 201.

Á myndunum hér að neðan má sjá Hörð Björnsson ÞH 260 leggja upp í veiðiferðina þann 14. apríl sl. og við bryggju á Húsavík síðdegis í dag.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s