Keilir á Hornafirði

2946. Keilir. Ljósmynd Sigurður Davíðsson 2020.

Sigurður Davíðsson tók þessa mynd í vikunni þegar olíuskipið Keilir kom til Hafnar í Hornafirði.

Keilir er í eigu Olíudreifingar og var míðaður hjá Akdeniz skipasmíðastöðinni í Tyrklandi. Hann kom til landsins í fyrra, nánar tiltekið í febrúarmánuði.

Keilir, sem leysti Laugarnes af hólmi í olíuflutningunum, siglir undir íslensku flaggi og er 496 brúttótonn að stærð.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd