
Ásgrímur Halldórsson SF 250 kemur hér að landi á Hornafirði í gær með um 1000 tonn af síld sem fer til vinnslu hjá Skinney-Þinganesi.
Ásgrímur Hallórsson SF 250 var smíðaður hjá Simek skipamíðastöðinni í Noregi árið 2000 fyrir Lunar Fishing í Skotlandi og hlaut þá nafnið Lunar Bow.
Skinney-Þinganes hf. keypti skipið til Íslands árið 2008 og gaf því nafnið Ásgrímur Halldórsson SF 250.
Skipið er 61,2 metrar að lengd, 13,2 metra breitt og mælist 1528 brúttótonn að stærð. Aðalvél 7707 hestafla Wartsila.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution