
Haukur Böðvarsson ÍS 847 var smíðaður í Skipasmiðjunni Herði hf. í Njarðvík og afhent þaðan í janúarmánuði 1985.
Báturinn, sem var 57 brl. að stærð og með smíðanúmer 2 frá stöðinni, var smíðaður fyrir Þorstein hf. á Ísafirði.
Vorið 1990 fékk báturinn nafnið Gullþór KE 70 sem hann bar ekki lengi því rétt fyrir jólin sama ár keypti Snorri Snorrason á Dalvík bátinn. Fékk hann nafnið Kristján Þór EA 701.
Það var svo vorið 1992 að báturinn fékk nafnið Gunnbjörn ÍS 302 eftir að hafa verið seldur til Bolungarvíkur.
Gullþór KE 70 Kristján Þór EA 701 Gunnbjörn ÍS 302

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution