
Sturla GK 12 hélt til veiða frá Grindavík í kvöld og tók Jón Steinar þessar myndir þá.
Þorbjörn hf. keypti skipið frá Vestmannaeyjum fyrr á þessu árin Bergur-Huginn ehf. lét smíða það í Póllandi árið 2007. Upphaflega og lengst af hét það Vestmannaey VE 444 en eftir að ný Vestmannaey VE 54 leysti hana af hólmi í vetur fékk skipið nafnið Smáey VE 444.
Sturla GK 12 hóf veiðar nú í ágústmánuði.
Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution