
Á ferð okkar um Baskaland sl. sumar áðum við um stund í hafnarbænum Bermeo og þá tók ég þessa mynd af fiskibátnum Izurdia Maitea sem lá þar við bryggju.
Báturinn var smíðaður árið 1998 hjá Astilleros Cardama, S.A. í Vigo og er 107 GT að stærð. Lengd hans er 27 metrar og breiddin 6,30 metrar.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution